Sýslumaður í Reykjavík neitar að gifta par

Ég vil bara benda þessu pari á það að Sýslumaðurinn í Reykjvík hefur nákvæmlega ekkert vald yfir því hvort þið giftið ykkur eða ekki. Ef hann neitar að gefa ykkur saman þá ráðlegg ég ykkur að fá það skriflegt hjá honum. Því mér sýnist þetta bara vera valdnýðsla.

Svo getið þið gift ykkur hvar sem þið viljið og komið svo með löglega pappíra til Sýslumanns til staðfestingar.


mbl.is Kerfið meinar henni að giftast ástinni sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ekki svona einfalt Steindór.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.8.2016 kl. 22:44

2 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Þegar ég gifti mig kom sýslumaður ekkert málægt því. Þessi gifting stangast kannski eitthvað á við lögin hans Björns Bjarnasonar. En þau geta allavega gift sig í öðru landi. En hvort það gefur honum einhvern rétt á Íslandi, það bara veit ég ekki. En að gifta sig það geta þau gert.

Steindór Sigurðsson, 13.8.2016 kl. 22:50

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þegar um útlending er að ræða þarf leyfi frá sýslumanni. Enginn má gefa þau saman án þess leyfis. Þekki þetta af eigin reynslu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.8.2016 kl. 22:54

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála fá þetta skriflegt, og líka útskýringarnar af hverju þessu var hafnað.  Það væri fróðlegt að sjá.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.8.2016 kl. 00:06

5 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Heimir þetta er ekki rétt hjá þér. Ég er giftur útlendri konu og ég gifti mig í öðru landi. Þar þurfti ég að fara til Íslenska konsúlsins í því landi með gild skjöl og þá var giftingin líka lögleg á Íslandi. Svo liðu árin og til að gera langa sögu stutta þá er hún með Íslenskan ríkisborgararétt í dag. 

En síðan þá hefur Björn Bjarnason eitthvað breytt lögunum og ég veit ekki um nákvæma útfærslu í dag. En ég held að aðal breyting Björns, var í þá veru að taka ekki gildar giftingar hjá barnungu fólki.

Enda væri það fáránlegt að einhver síslumaður á Íslandi hefði eitthvert alheimsvald um giftingar.

Steindór Sigurðsson, 14.8.2016 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steindór Sigurðsson

Höfundur

Steindór Sigurðsson
Steindór Sigurðsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband